Að kynnast dómurum Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. mars 2008 08:00 Skapar þögnin traust og virðingu, eða vantraust og fjarlægð? Að þessu hlýtur fólk að spyrja sig eftir áhugavert viðtal Fréttablaðsins við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttadómara. Það er ekki á hverjum degi sem hæstaréttadómarar gefa kost á sér til viðtals, að minnsta kosti ekki fyrr en þeir hafa látið af störfum. Dómarar hafa ekki haft það til siðs að tjá sig um störf sín, né heldur hefur verið mikið um að þeir rjúfi þögnina til að ræða almennt um dómaþróun. Dómskerfið er ein þriggja grundvallarstoða lýðræðisins og hinar tvær þekkir almenningur mun betur; alþingi og ríkisstjórn. Sem dæmi um hve dómarar eru fjarlægir má nefna að þrátt fyrir að hæstaréttardómarar séu aðeins níu, er ekki hægt að segja að þau Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson séu allt þjóðþekktir einstaklingar. Ráðherrarnir í núverandi ríkisstjórn eru tólf og er næsta víst að almenningur á auðveldara með að telja þá upp, já eða að minnsta kosti níu þingmennt. Þegar dómararnir eru lítt þekktir er ekki hægt að gera ráð fyrir að almenningur þekki meginsjónarmið þeirra. Það er ekki fullkomin sátt um hvernig túlka beri dómafordæmi eða lög, eins og sjá má til dæmis á því þegar dómarar gefa sérálit. Því má gera ráð fyrir að almenningur eigi rétt á að vita fyrir hvað einstakir dómarar standa. Reglan er að ekki tjáir að deila við dómarann. Þegar úrskurður hefur borist er hægt að lesa sér til um forsendur dómsins og það yrði ekki góð þróun ef dómarar færu að svara fyrir sig á almennum vettvangi fyrir einstök mál. Hættan er að þegar dómarar kæmu fram opinberlega til að tjá sig almennt um dómsmál væri það í kringum umdeilda dóma. Allt sem dómararnir segðu yrði svo sett í samhengi við þessar einstöku umdeildu niðurstöður. Kosturinn við þagnir dómaranna er að þær gera niðurstöðuna endanlegri. Fólk getur verið ósátt við niðurstöðuna, en það er til lítils að deila við þann sem svarar aldrei fyrir sig. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að færa dómara og meginsjónarmið þeirra nær almenningi. Annars vegar lýtur það að lögspekingum og hins vegar að fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta verið mun duglegri við að nafngreina dómara þegar sagt er frá úrskurði þeirra. Þá eru niðurstöður Hæstaréttar tiltækar á vef dómstólsins og út frá úrskurðum dómara og sérálitum væri hægt að draga saman skoðanir hæstaréttadómaranna og þau meginsjónarmið sem þeir notast við til að dæma út frá. Þessar niðurstöður væri svo hægt að kynna fyrir almenningi. Með því væri hægt að tryggja að fólkið í landinu þekkti betur sína hæstaréttardómara og myndi jafnvel treysta dómstólunum betur en nú er. Þá er einnig spurning hvort ekki ætti að taka saman og kynna meginsjónarmið þeirra sem sækja um að verða hæstaréttadómarar þannig að almenningur viti fyrir hvað nýir hæstaréttadómarar standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skapar þögnin traust og virðingu, eða vantraust og fjarlægð? Að þessu hlýtur fólk að spyrja sig eftir áhugavert viðtal Fréttablaðsins við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttadómara. Það er ekki á hverjum degi sem hæstaréttadómarar gefa kost á sér til viðtals, að minnsta kosti ekki fyrr en þeir hafa látið af störfum. Dómarar hafa ekki haft það til siðs að tjá sig um störf sín, né heldur hefur verið mikið um að þeir rjúfi þögnina til að ræða almennt um dómaþróun. Dómskerfið er ein þriggja grundvallarstoða lýðræðisins og hinar tvær þekkir almenningur mun betur; alþingi og ríkisstjórn. Sem dæmi um hve dómarar eru fjarlægir má nefna að þrátt fyrir að hæstaréttardómarar séu aðeins níu, er ekki hægt að segja að þau Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson séu allt þjóðþekktir einstaklingar. Ráðherrarnir í núverandi ríkisstjórn eru tólf og er næsta víst að almenningur á auðveldara með að telja þá upp, já eða að minnsta kosti níu þingmennt. Þegar dómararnir eru lítt þekktir er ekki hægt að gera ráð fyrir að almenningur þekki meginsjónarmið þeirra. Það er ekki fullkomin sátt um hvernig túlka beri dómafordæmi eða lög, eins og sjá má til dæmis á því þegar dómarar gefa sérálit. Því má gera ráð fyrir að almenningur eigi rétt á að vita fyrir hvað einstakir dómarar standa. Reglan er að ekki tjáir að deila við dómarann. Þegar úrskurður hefur borist er hægt að lesa sér til um forsendur dómsins og það yrði ekki góð þróun ef dómarar færu að svara fyrir sig á almennum vettvangi fyrir einstök mál. Hættan er að þegar dómarar kæmu fram opinberlega til að tjá sig almennt um dómsmál væri það í kringum umdeilda dóma. Allt sem dómararnir segðu yrði svo sett í samhengi við þessar einstöku umdeildu niðurstöður. Kosturinn við þagnir dómaranna er að þær gera niðurstöðuna endanlegri. Fólk getur verið ósátt við niðurstöðuna, en það er til lítils að deila við þann sem svarar aldrei fyrir sig. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að færa dómara og meginsjónarmið þeirra nær almenningi. Annars vegar lýtur það að lögspekingum og hins vegar að fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta verið mun duglegri við að nafngreina dómara þegar sagt er frá úrskurði þeirra. Þá eru niðurstöður Hæstaréttar tiltækar á vef dómstólsins og út frá úrskurðum dómara og sérálitum væri hægt að draga saman skoðanir hæstaréttadómaranna og þau meginsjónarmið sem þeir notast við til að dæma út frá. Þessar niðurstöður væri svo hægt að kynna fyrir almenningi. Með því væri hægt að tryggja að fólkið í landinu þekkti betur sína hæstaréttardómara og myndi jafnvel treysta dómstólunum betur en nú er. Þá er einnig spurning hvort ekki ætti að taka saman og kynna meginsjónarmið þeirra sem sækja um að verða hæstaréttadómarar þannig að almenningur viti fyrir hvað nýir hæstaréttadómarar standa.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun