Arnaldur besti rithöfundurinn Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2008 06:00 Tæp 40 prósent telja hann besta núlifandi rithöfund landsins. Vísir/Valli „Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira