Auli Bergsteinn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2008 06:00 Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvupóst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus. Ég skimaði undir bekkinn sem ég sat á og kom auga innstungu undir fótum mannsins á borðinu við hliðina. Sökum bréfaskriftanna voru málstöðvarnar voru í öðrum ham en venjulega og án þess að hugsa spurði ég manninn á ensku hvort ég mætti stinga tölvunni í samband hjá honum. Hann hélt nú það. En það sem verra var heyrði ég strax á málrómnum að þessi maður var ekki útlenskur frekar en ég. Nú voru góð ráð dýr; annað hvort að leiðrétta mistökin og líta út eins og bjáni eða halda leiknum áfram. Ég kaus síðari kostinn. Til að koma ekki upp um mig þakkaði ég fyrir á ensku með ýktum, óræðum hreim. Eftir það þyrfti ég aðeins að sitja kyrr þangað til maðurinn færi og ekki segja orð á íslensku upphátt á meðan. Gallinn var sá að hann sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Þarna sat ég og reyndi að láta líta út eins og ekkert væri. Sem betur fer hitti ég engan sem ég þekkti og sem betur fer hringdi síminn ekki. En því miður gat ég ekki lesið dagblöðin eins og ég hafði ætlað mér. Það gat sessunautur minn hins vegar. Og svo óheppilega vildi til að hann ákvað að lesa Bakþanka Fréttablaðsins. Óheppilega segi ég því aftan á blaðinu var pistill eftir mig með mynd og nafni - útlendinginn sem hann hafði verið að tala rétt í þessu. Hvernig get ég spilað mig úr þessu? hugsaði ég með mér í sömu andrá og ég bölvaði í hljóði að heita ekki alþjóðlegra nafni. Myndi hann trúa því að ég væri bandarískur gyðingur að nafni Bergstein? Ég horfði á spilaborgina hrynja. Fyrst leit hann á myndina. Svo á mig og aftur á myndina. Síðan veitti hann mér náðarhöggið. „Fyrirgefðu, ert þetta ekki þú?" Ég kinkaði aumingjalega kolli, skreið skömmustulega aftur undir bekkinn til að taka tölvuna úr sambandi, tók saman föggur mínar og dagblaðið og gekk vandræðalegur á dyr. Mér varð hugsað til þessa atviks þegar ég fylgdist með viðbrögðum manna við REI-skýrslunni. Það er best að viðurkenna mistök strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvupóst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus. Ég skimaði undir bekkinn sem ég sat á og kom auga innstungu undir fótum mannsins á borðinu við hliðina. Sökum bréfaskriftanna voru málstöðvarnar voru í öðrum ham en venjulega og án þess að hugsa spurði ég manninn á ensku hvort ég mætti stinga tölvunni í samband hjá honum. Hann hélt nú það. En það sem verra var heyrði ég strax á málrómnum að þessi maður var ekki útlenskur frekar en ég. Nú voru góð ráð dýr; annað hvort að leiðrétta mistökin og líta út eins og bjáni eða halda leiknum áfram. Ég kaus síðari kostinn. Til að koma ekki upp um mig þakkaði ég fyrir á ensku með ýktum, óræðum hreim. Eftir það þyrfti ég aðeins að sitja kyrr þangað til maðurinn færi og ekki segja orð á íslensku upphátt á meðan. Gallinn var sá að hann sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Þarna sat ég og reyndi að láta líta út eins og ekkert væri. Sem betur fer hitti ég engan sem ég þekkti og sem betur fer hringdi síminn ekki. En því miður gat ég ekki lesið dagblöðin eins og ég hafði ætlað mér. Það gat sessunautur minn hins vegar. Og svo óheppilega vildi til að hann ákvað að lesa Bakþanka Fréttablaðsins. Óheppilega segi ég því aftan á blaðinu var pistill eftir mig með mynd og nafni - útlendinginn sem hann hafði verið að tala rétt í þessu. Hvernig get ég spilað mig úr þessu? hugsaði ég með mér í sömu andrá og ég bölvaði í hljóði að heita ekki alþjóðlegra nafni. Myndi hann trúa því að ég væri bandarískur gyðingur að nafni Bergstein? Ég horfði á spilaborgina hrynja. Fyrst leit hann á myndina. Svo á mig og aftur á myndina. Síðan veitti hann mér náðarhöggið. „Fyrirgefðu, ert þetta ekki þú?" Ég kinkaði aumingjalega kolli, skreið skömmustulega aftur undir bekkinn til að taka tölvuna úr sambandi, tók saman föggur mínar og dagblaðið og gekk vandræðalegur á dyr. Mér varð hugsað til þessa atviks þegar ég fylgdist með viðbrögðum manna við REI-skýrslunni. Það er best að viðurkenna mistök strax.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun