Stjórnmálaútlitið Dr. Gunni skrifar 7. febrúar 2008 06:00 Sá sem fann upp á spekinni um að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni var augljóslega að þvaðra út um vitlausan enda. Eins og kápur segja til um innihald bóka kemur fólk upp um skoðanir sínar með útlitinu. Kápur og fólk leyna stundum á sér en það er sjaldgæft. Augljósast var þetta á uppvaxtarárum mínum. Þá skiptist fólk í tvo mjög afgerandi flokka, komma og sjalla. Kommar og sjallar litu mjög ólíkt út. Kommarnir síðskeggjaðir og síðhærðir í gæruúlpum en sjallarnir vatnsgreiddir í svörtum jakkafötum, með lakkrísbindi og oftar en ekki með hornspangargleraugu í svartri umgjörð á nefinu. Heima hjá mér var þetta fólk kallað „smjörkúkar" og enn þann dag er það fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar ég sé fulltrúa þessa hóps. Nú eru gamlir kommar og smjörkúkar að reyna að semja um það hvort láglaunafólk eigi að fá 142.000, 145.000 eða 150.000 á mánuði í staðinn fyrir þessar 125.000 sem það fær í dag. Þótt menn hafi lítillega breyst sér maður strax hver tilheyrir hvaða hópi. Það er annars merkilegt að fyrir fjórum mánuðum var allt hér í geðveikri uppsveiflu og útrásin í fullum blóma, en nú, þegar láglaunafólk vill fá örlítið stærri mylsnu af góðæristertunni, er allt að fara til fjandans. Heppileg tilviljun. Stjórnmálaútlitið sést einnig á unga fólkinu í Háskólanum. Maður þarf ekki að líta nema einu sinni yfir framboðslistana til að sjá hver tilheyrir Röskvu og hver tilheyrir Vöku. Reyndar er skemmtilegt að sjá að hornspangargleraugun sem enginn sannur smjörkúkur gat verið án sjást nú líka stundum á vinstrafólki og heita þá nördagleraugu. Undrunin og reiðin vegna valdaskiptanna í borginni um daginn voru ekki síst tengd útliti aðalleikaranna. Við höfðum Dag, glæsilegan ungan mann með vandað hár, sem slútti tignarlega fram á ennið, löðrandi í ilmandi hárvörum. Hann gæti leikið James Bond hvenær sem er. Í staðinn höfðu tveir glærir karlar, sem báðir gætu leikið vonda karlinn í Bond-mynd, ruðst fram á sviðið með frekju. Hollywood-mötuð undirmeðvitundin hvíslaði að borgarbúum: Vondu karlarnir unnu og James Bond var gerður útlægur. Eðlilega varð allt vitlaust. Nú er bara að sjá hvort höll vondu karlanna springi ekki í loft upp eins og í öllum alvöru Bond-myndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Sá sem fann upp á spekinni um að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni var augljóslega að þvaðra út um vitlausan enda. Eins og kápur segja til um innihald bóka kemur fólk upp um skoðanir sínar með útlitinu. Kápur og fólk leyna stundum á sér en það er sjaldgæft. Augljósast var þetta á uppvaxtarárum mínum. Þá skiptist fólk í tvo mjög afgerandi flokka, komma og sjalla. Kommar og sjallar litu mjög ólíkt út. Kommarnir síðskeggjaðir og síðhærðir í gæruúlpum en sjallarnir vatnsgreiddir í svörtum jakkafötum, með lakkrísbindi og oftar en ekki með hornspangargleraugu í svartri umgjörð á nefinu. Heima hjá mér var þetta fólk kallað „smjörkúkar" og enn þann dag er það fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar ég sé fulltrúa þessa hóps. Nú eru gamlir kommar og smjörkúkar að reyna að semja um það hvort láglaunafólk eigi að fá 142.000, 145.000 eða 150.000 á mánuði í staðinn fyrir þessar 125.000 sem það fær í dag. Þótt menn hafi lítillega breyst sér maður strax hver tilheyrir hvaða hópi. Það er annars merkilegt að fyrir fjórum mánuðum var allt hér í geðveikri uppsveiflu og útrásin í fullum blóma, en nú, þegar láglaunafólk vill fá örlítið stærri mylsnu af góðæristertunni, er allt að fara til fjandans. Heppileg tilviljun. Stjórnmálaútlitið sést einnig á unga fólkinu í Háskólanum. Maður þarf ekki að líta nema einu sinni yfir framboðslistana til að sjá hver tilheyrir Röskvu og hver tilheyrir Vöku. Reyndar er skemmtilegt að sjá að hornspangargleraugun sem enginn sannur smjörkúkur gat verið án sjást nú líka stundum á vinstrafólki og heita þá nördagleraugu. Undrunin og reiðin vegna valdaskiptanna í borginni um daginn voru ekki síst tengd útliti aðalleikaranna. Við höfðum Dag, glæsilegan ungan mann með vandað hár, sem slútti tignarlega fram á ennið, löðrandi í ilmandi hárvörum. Hann gæti leikið James Bond hvenær sem er. Í staðinn höfðu tveir glærir karlar, sem báðir gætu leikið vonda karlinn í Bond-mynd, ruðst fram á sviðið með frekju. Hollywood-mötuð undirmeðvitundin hvíslaði að borgarbúum: Vondu karlarnir unnu og James Bond var gerður útlægur. Eðlilega varð allt vitlaust. Nú er bara að sjá hvort höll vondu karlanna springi ekki í loft upp eins og í öllum alvöru Bond-myndum.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun