Dásamlegu harðindi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 23. janúar 2008 07:00 Stöku foreldri segist aldrei hafa þurft að heyja baráttu við svæfingar. Það væri gróft að væna fólk um lygimál, en að minnsta kosti er það trúlega blessunarlega minnislaust. Ef til vill hefur náttúran þennan háttinn á, að þurrka jafnóðum út af harða diskinum allt bröltið og umstangið sem fylgir foreldrahlutverkinu svo fólk missi nú ekki áhugann á að annast litlu grísina. Sumir búa lengilengi við daglega upprifjun á þeirri valdabaráttu sem svefnþjálfun getur verið. Sama fólk er alltaf jafnhissa á að sum börn þurfi virkilega að þjálfa til að sofa, því eftir viðvarandi vökur þráum við sjálf fátt heitar en væran blund. Það hefði verið miklu notalegra ef tæknin hefði verið innbyggð í barnið strax í verksmiðjunni. Til að vera sómasamlegur svefnþjálfari er mikilvægt að búa yfir fleiri eiginleikum en styrk til að þola langvarandi svefnleysi án þess að snappa. Til dæmis ósveigjanleika og harðneskju að ógleymdri kuldalegri framkomu. Þessa persónuleikabresti þurfum við að sýna barninu til að það skilji að nú er nótt og þjónustumiðstöðin er lokuð. Leiðinlega viðmótið skal hefjast umsvifalaust og við höfum baðað blíðlega, lesið ástúðlega og raulað róandi vögguvísu yfir unganum. Einmitt þá eigum við að skipta um karakter og sýna barninu umbúðalaust í tvo heimana. Kvöld eitt eftir langt úthald við að koma minnsta grjóninu í svefn legg ég loks niður vopnin og pota mér eins og Gúllíver í Putalandi við hlið hennar í litla rúmið. Hún er síst á þeim buxunum að hætta gríninu en heldur áfram að hnoðast þrátt fyrir sussin og bíin. Telur tásurnar, mátar þær á koddann, er aftur þyrst. Einmitt þegar ég er að hugsa hvort þetta verði svona ævilangt, vefur hún höndunum þéttingsfast um háls mér og gefur af örlæti rembingskoss. Býður til viðbótar sameiginleg afnot af snuddunni og hvíslar í rökkrinu: „Jitta badd". Litla barn. Í nýlegum fréttum var rifjað upp að í heiminum vinna 220 milljónir barna fullan vinnudag við vondar aðstæður fyrir smáaura. Kannski getum við hér fátt gert annað en spyrja óþægilegra spurninga og vanda innkaup. Og líka verið þakklát fyrir aðstæður barnanna okkar sem lognast loksins út af í mjúku rúmi undir hlýrri sæng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Stöku foreldri segist aldrei hafa þurft að heyja baráttu við svæfingar. Það væri gróft að væna fólk um lygimál, en að minnsta kosti er það trúlega blessunarlega minnislaust. Ef til vill hefur náttúran þennan háttinn á, að þurrka jafnóðum út af harða diskinum allt bröltið og umstangið sem fylgir foreldrahlutverkinu svo fólk missi nú ekki áhugann á að annast litlu grísina. Sumir búa lengilengi við daglega upprifjun á þeirri valdabaráttu sem svefnþjálfun getur verið. Sama fólk er alltaf jafnhissa á að sum börn þurfi virkilega að þjálfa til að sofa, því eftir viðvarandi vökur þráum við sjálf fátt heitar en væran blund. Það hefði verið miklu notalegra ef tæknin hefði verið innbyggð í barnið strax í verksmiðjunni. Til að vera sómasamlegur svefnþjálfari er mikilvægt að búa yfir fleiri eiginleikum en styrk til að þola langvarandi svefnleysi án þess að snappa. Til dæmis ósveigjanleika og harðneskju að ógleymdri kuldalegri framkomu. Þessa persónuleikabresti þurfum við að sýna barninu til að það skilji að nú er nótt og þjónustumiðstöðin er lokuð. Leiðinlega viðmótið skal hefjast umsvifalaust og við höfum baðað blíðlega, lesið ástúðlega og raulað róandi vögguvísu yfir unganum. Einmitt þá eigum við að skipta um karakter og sýna barninu umbúðalaust í tvo heimana. Kvöld eitt eftir langt úthald við að koma minnsta grjóninu í svefn legg ég loks niður vopnin og pota mér eins og Gúllíver í Putalandi við hlið hennar í litla rúmið. Hún er síst á þeim buxunum að hætta gríninu en heldur áfram að hnoðast þrátt fyrir sussin og bíin. Telur tásurnar, mátar þær á koddann, er aftur þyrst. Einmitt þegar ég er að hugsa hvort þetta verði svona ævilangt, vefur hún höndunum þéttingsfast um háls mér og gefur af örlæti rembingskoss. Býður til viðbótar sameiginleg afnot af snuddunni og hvíslar í rökkrinu: „Jitta badd". Litla barn. Í nýlegum fréttum var rifjað upp að í heiminum vinna 220 milljónir barna fullan vinnudag við vondar aðstæður fyrir smáaura. Kannski getum við hér fátt gert annað en spyrja óþægilegra spurninga og vanda innkaup. Og líka verið þakklát fyrir aðstæður barnanna okkar sem lognast loksins út af í mjúku rúmi undir hlýrri sæng.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun