Þverstæða lífs og dauða 16. janúar 2008 06:00 Tilgangur eða Tilgangsleysi? Úr verkinu norway.today sem sýnt verður á Ísafirði á morgun. Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira