Ógæfubúálfar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 8. janúar 2008 06:00 Stúlka sem ég þekki leigði eitt sinn íbúð í litlu fjölbýlishúsi. Framan af átti hún ánægjuleg samskipti við aðra íbúa hússins, þá sérstaklega gömlu konuna sem bjó í risinu ásamt uppkomnum syni sínum, sem sagt var að ekki væri með öllu mjalla. Eftir að gamla konan féll frá var vinkona mín þó ekki eins sátt með íbúasamsetninguna því eftir að rólegt hjal hennar við mann og annan í stigaganginum þagnaði byrjaði hópur skuggalegs fólks að vafra um húsið. Eins og gjarnt er með skuggaverur vöktu þær helst á næturnar og einhverra hluta vegna hurfu síur af vöskum í sameiginlega þvottahúsinu og stöku þvottur eftir að þær byrjuðu að líða um húsið. Fólkinu fylgdi einnig kynleg reykjarlykt sem fór í taugarnar á hinum. Kunningjakona mín kallaði þessar ágætu verur dópista og róna. Það þóttu mér ljót heiti yfir jafn skondin fyrirbæri. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að hún misskildi skemmtilegheit tilverunnar gersamlega. Það væri deginum ljósara að þetta fólk væri af kyni álfa, líklega væri það búálfar. Flest af því gegndi jú nöfnum sem ekki væru skráð í þjóðskrá, til þess bærist aldrei hefðbundinn póstur, það hefði ólæti um nætur og léti smáhluti hverfa. Af takmarkaðri kunnáttu minn á frásögunum af samskiptum íbúa Bretlandseyja og búálfa sagði ég henni að besta ráðið væri að gefa þeim eitthvað að éta. Ráðlegging mín gekk eftir. Skömmu seinna hvarf bjórkippa sem stúlkan hafði geymt fyrir utan útidyrnar hjá sér til kælis. Um það bil viku síðar barði tötrum klæddur maður upp á hjá henni og viðurkenndi að hafa tekið kippuna. Vildi hann launa greiðann og bauðst til að gera við þvottavélina hjá henni í staðinn; hann hefði heyrt í henni undarleg hljóð sem hann gæti kippt í liðinn, fengi hann lánuð til þess verkfæri. Nýleg könnun á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sýndi að trú á huldufólk lifir enn góðu lífi á Íslandi. Ég er stolt af því að íslenska þjóðin hafni ekki tilveru ósýnilegs veruleika. Oft finnst mér þó heldur klént að það haldi að hulduverurnar hafi ekki tekið neinum stakkaskiptum með okkur á leið inn í nútímann. Eru ekki allar líkur á því að huldufólk hafi flutt út úr hólum á sama tíma og forforeldrar okkar fluttu úr torfbæjum og í venjuleg hús. Í stað þess að búa á búa á annarri hæð, eins og til dæmis ég, ætti það að búa á þriðju og hálfu hæðinni eða öðrum ógreinilegum kima. Nú eða í einhverju húsnúmeri sem pósturinn hefði ekki á skrá. Bara rétt hjá okkur en aðeins fyrir utan viðurkenndan veruleika hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Stúlka sem ég þekki leigði eitt sinn íbúð í litlu fjölbýlishúsi. Framan af átti hún ánægjuleg samskipti við aðra íbúa hússins, þá sérstaklega gömlu konuna sem bjó í risinu ásamt uppkomnum syni sínum, sem sagt var að ekki væri með öllu mjalla. Eftir að gamla konan féll frá var vinkona mín þó ekki eins sátt með íbúasamsetninguna því eftir að rólegt hjal hennar við mann og annan í stigaganginum þagnaði byrjaði hópur skuggalegs fólks að vafra um húsið. Eins og gjarnt er með skuggaverur vöktu þær helst á næturnar og einhverra hluta vegna hurfu síur af vöskum í sameiginlega þvottahúsinu og stöku þvottur eftir að þær byrjuðu að líða um húsið. Fólkinu fylgdi einnig kynleg reykjarlykt sem fór í taugarnar á hinum. Kunningjakona mín kallaði þessar ágætu verur dópista og róna. Það þóttu mér ljót heiti yfir jafn skondin fyrirbæri. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að hún misskildi skemmtilegheit tilverunnar gersamlega. Það væri deginum ljósara að þetta fólk væri af kyni álfa, líklega væri það búálfar. Flest af því gegndi jú nöfnum sem ekki væru skráð í þjóðskrá, til þess bærist aldrei hefðbundinn póstur, það hefði ólæti um nætur og léti smáhluti hverfa. Af takmarkaðri kunnáttu minn á frásögunum af samskiptum íbúa Bretlandseyja og búálfa sagði ég henni að besta ráðið væri að gefa þeim eitthvað að éta. Ráðlegging mín gekk eftir. Skömmu seinna hvarf bjórkippa sem stúlkan hafði geymt fyrir utan útidyrnar hjá sér til kælis. Um það bil viku síðar barði tötrum klæddur maður upp á hjá henni og viðurkenndi að hafa tekið kippuna. Vildi hann launa greiðann og bauðst til að gera við þvottavélina hjá henni í staðinn; hann hefði heyrt í henni undarleg hljóð sem hann gæti kippt í liðinn, fengi hann lánuð til þess verkfæri. Nýleg könnun á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sýndi að trú á huldufólk lifir enn góðu lífi á Íslandi. Ég er stolt af því að íslenska þjóðin hafni ekki tilveru ósýnilegs veruleika. Oft finnst mér þó heldur klént að það haldi að hulduverurnar hafi ekki tekið neinum stakkaskiptum með okkur á leið inn í nútímann. Eru ekki allar líkur á því að huldufólk hafi flutt út úr hólum á sama tíma og forforeldrar okkar fluttu úr torfbæjum og í venjuleg hús. Í stað þess að búa á búa á annarri hæð, eins og til dæmis ég, ætti það að búa á þriðju og hálfu hæðinni eða öðrum ógreinilegum kima. Nú eða í einhverju húsnúmeri sem pósturinn hefði ekki á skrá. Bara rétt hjá okkur en aðeins fyrir utan viðurkenndan veruleika hins opinbera.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun