Sport

Ragna í úrslit í Grikklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Rósa

Ragna Ingólfsdóttir vann sér í morgun sæti í úrslitaviðureigninni í einliðaleik kvenna á alþjóðlegu badmintonmóti í Grikklandi.

Ragna vann í morgun Nhung Le frá Víetnam í undanúrslitum, 2-1. Ragna vann fyrstu lotuna, 24-22, en Le þá næstu, 21-13. Oddalotuna vann Ragna svo með 21 stigi gegn sautján.

Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem Ragna kemst í úrslit á alþjóðlegu móti. Í úrslitaviðureigninni mætir hún Petyu Nedelcheva frá Búlgaríu sem var talinn sterkasti keppandinn á mótinu. Ragna var talin sá þriðji sterkasti.

Nedelcheva er í ellefta sæti á heimslistanum en Ragna í 55. sæti. Hún fór létt með andstæðing sinn í undanúrslitunum í morgun, Karinu Jörgensen frá Danmörku, 21-9 og 21-3.

Hún hefur gjörsigrað alla andstæðinga sína til þessa á mótinu og ekki tapað lotu. Hún hefur mest fengið á sig níu stig í einni lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×