Sport

Óðinn og Þórey frjálsíþróttafólk ársins

Þórey Edda Elísdóttir
Þórey Edda Elísdóttir Mynd/Teitur

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Óðinn Björn Þorsteinsson og Þóreyju Eddu Elísdóttur frjálsírþróttafólk ársins 2007.

Óðinn er 26 ára gamall kúluvarpari og bætti árangur sinn um rúman metra á árinu sem er að líða. Hann vantar 56 cm í að ná Ólympíulágmarki og á best 19,24 metra kast á árinu, sem er 50. besti árangurinn í Evrópu.

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari náði Ólympíulágmarki fyrir leikana í Kína á næsta ári þegar hún stökk yfir 4,40 metra á móti í Þýskalandi í sumar. Þórey er í 20. sæti á Evrópulistanum í ár með þann árangur. Þórey keppti á HM í Osaka í sumar þar em hún stökk yfir 4,35 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×