Sport

Örn í fimmta sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson sundkappi.
Örn Arnarson sundkappi.

Örn Arnarson varð í fimmta sæti í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi.

Örn synti á 51,96 sekúndum sem er lakari tími en hann synti á í undanúrslitunum. Engu að síður frábær árangur hjá Erni.

Hann byrjaði frábærlega og var í þriðja sætinu eftir fyrri fimmtíu metrana á 25,04 sekúndum.

Hann náði hins vegar ekki að halda bronsinu og varð að lokum í fimmta sæti.

Rússinn Stanislav Donets sigraði í greininni á 50,61 sekúndum, Markus Rogan frá Austurríki í öðru sæti og Helge Meeuw frá Þýskalandi í því þriðja.

Örn var einnig með fimmta besta tímann í undanúrslitunum og var þá aðeins tíu hundraðshlutum úr sekúndu frá fjögurra ára gömlu Íslandsmeti sínu í greininni. Hann synti á 51,84 sekúndum.

Í undanrásunum synti hann á 52,75 sekúndum og náði þá sjötta besta tímanum.

Á föstudaginn náði hann góðum árangri í 50 metra baksundi er hann lenti í sjötta sæti á nýju Norðurlandameti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×