Sport

Ragnheiður í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir. Mynd/Anton

Ragnheiður Ragnarsdóttir komst í undanúrslit í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi.

Hún synti á 25,45 sekúndum sem var nítjándi besti tíminn í undanrásunum. Þrátt fyrir það komst hún í undanúrslitin þar sem aðeins tveir keppendur frá hverri þjóð mega keppa í undanúrslitunum. Árangur fimm keppenda taldi af þessum sökum ekki.

Ragnheiður var 0,15 sekúndum frá Íslandsmeti sínu sem hún setti á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði.

Jakob Jóhann Sveinsson keppti í 200 metra bringusundi í dag og var talsvert frá sínu besta. Hann synti á 2:13,71 og varð í 26. sæti. Hann var rúmum þremur sekúndum frá sex ára gömlu Íslandsmeti sínu.

Örn Arnarson var skráður til þátttöku í 50 metra flugsundi í morgun en hann ákvað að keppa ekki til að einbeita sér að úrslitasundinu í 100 metra baksundi sem fer fram síðar í dag.

Þá fara einnig fram undanúrslit í 50 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×