Enski boltinn

Samningur Lampard við Juventus kláraður fyrir jól

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lampard er sennilega á leið til Juventus.
Lampard er sennilega á leið til Juventus. Nordic Photos / Getty Images

Enskir og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að svo gæti farið að gengið verði frá samningum Frank Lampard og Juventus nú strax fyrir jól.

Times greindi frá því að Lampard myni nýta sér klásúlu í reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gerir honum kleift að fara til Juventus í sumar.

Þetta getur Lampard gert þar sem hann er orðinn 28 ára gamall og búinn með stærstan hluta samnings síns við Chelsea. Þar með neyðist Chelsea til að selja Lampard fyrir lága upphæð þar að auki.

Ítalska dagblaðið Leggo segir að Alessio Secco, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, muni fara til Lundúna fyrir jól til að ganga frá samningum við Lampard.

Því er haldið fram að Secco hafi undanfarinn mánuð rætt mikið við forráðamenn Chelsea og aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum.

Lampard mun einnig þurfa að taka á sig launalækkun þegar hann gengur til liðs við Juventus, þar sem Claudio Ranieri er við stjórnvölinn.

Það var Ranieri sem fékk Lampard til Chelsea frá West Ham árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×