Sport

Tvö Íslandsmet í sundinu

Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir Mynd/E.Ól

Tvö Íslandsmet féllu á opna meistaramótinu í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB sló 15 ára gamalt met Ragnheiðar Runólfsdóttur þegar hún synti 50 metra bringusund á 33,21 sekúndu.

Erla Dögg varð fimmta af 56 keppendum í undanrásunum og komst í úrslit. Í sama sundi komst Hrafnhildur Lúthersdóttir einnig í undanrásirnar með því að synda á 33,58 sekúndum.

Þá setti Ragnheiður Ragnarsdóttir Íslandsmet í 50 metra skriðsundi þegar hún tryggði sér sæti í úrslitum með því að verða fyrsta íslenska sundkonan til að fara 50 metra skriðsund á undir 26 sekúndum - 25,98 sekúndum. Hún bætti eigið met um fjórðung úr sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×