Körfubolti

Öruggur sigur Keflvíkinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir í leik með Keflavík fyrr á tímabilinu.
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir í leik með Keflavík fyrr á tímabilinu. Víkurfréttir/Jón Björn

Keflavík og Haukar áttust við í toppslag Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. Keflavík rétti úr kútnum eftir tapið fyrir Grindavík í síðustu umferð.

Keflavík var allan tímann með forystuna í leiknum og var sigurinn öruggur. Haukar náðu að minnka muninn í eitt stig í upphafi annars leikhluta, 25-24, en staðan í hálfleik var 54-38 fyrir Keflavík.

Haukar minnkuðu muninn í tólf stig og var staðan þegar síðasti leikhlutinn hófst 73-61.

Keflvíkingar voru í miklu stuði í leiknum og skoruðu alls fjórtán þriggja stiga körfur í leiknum. TaKesha Watson var stigahæst með 21 stig og hún gaf ellefu stoðsendingar þar að auki.

Margrét Kara Sturludóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík og tók þar að auki níu fráköst og hún gaf sjö stoðsendingar. Rannveig Randversdóttir var með nítján stig.

Hjá Haukum var Kiera Hardy stigahæst með 27 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir var með fimmtán og Telma Björk Fjalarsdóttir þrettán auk þess sem hún tók þrettán fráköst.

Keflavík tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð er það tapaði fyrir Grindavík í framlengdum leik.

Kelflavík er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. KR og Haukar koma næst með sextán stig. KR hefur leikið tíu leiki en Haukar ellefu.

Einn annar leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Hamar vann Fjölni í Grafarvogi, 75-51.

Hamar er því með fjögur stig en Valur og Fjölnir eru með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×