Innlent

Missaga um skemmdir á bíl sínum

Pólverjinn huldi höfuð sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara.
Pólverjinn huldi höfuð sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara.

Pólverjinn sem er í haldi lögreglunnar vegna ákeyrslunnar í Keflavík á föstudag, hefur orðið missaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum Vísis. Hann mun hafa gerið fleiri en eina skýringu á skemmdum sem eru á bíl hans.

Lögreglan telur sig hafa fundið á bílnum gögn sem sýni að það var hann sem ók á Kristinn Veigar Sigurðsson. Kristinn litli lést í gærkvöldi af meiðslum sínum.

Pólverjinn var í dag leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald fram á næsta fimmtudag. Samkvæmt heimildum Vísis ætlar lögreglan að senda einhver sýni úr landi til rannsóknar.

Búast má við að það taki jafnvel einhverjar vikur að fá niðurstöður úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×