Innlent

Valgerður Sverrisdóttir fylgist með kosningum í Rússlandi

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er stödd í Rússlandi þar sem hún verður við eftirlit í þingkosningunum sem fram fara á morgun.

Valgerður er þarna á vegum þingmannasambands Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu.

Stofnunin sjálf sem og Evrópusambandið hættu hinsvegar við að senda eftirlitsfulltrúa þar sem þeim þótti fulltrúunum of þröngur stakkur sniðinn af hálfu Rússa. Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur sakað stjórnvöld um ýmis bolabrögð.

Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að hún hefði setið marga fundi með frambjóðendum og vissulega fengið að heyra sögur, ekki fallegar.

Hún væri hinsvegar bundin trúnaði. Hlutverk hennar og hinna þingmannanna væri heldur ekki að rannsaka slíkt heldur fara á milli kjörstaða á morgun, og sjá hvernig þær fara fram.

Á mánudag verði svo samin skýrsla um niðurstöðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×