Innlent

Álftnesingar styðja grænan miðbæ

Frá Álftanesi, Bessastaðir.
Frá Álftanesi, Bessastaðir.

Meirihluti íbúa Álftaness styður nýja skipulagstillögu um miðsvæði Álftaness sem nefnd hefur verið „Grænn miðbær". Þetta er ein helsta niðurstaða könnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir bæjaryfirvöld.

Í henni var spurt um viðhorf Álftnesinga til helstu álitamála sem upp hafa komið við útfærslu á skipulagi nýs miðbæjar.

Könnunin var gerð til að kanna hug bæjarbúa sem best og tryggja að bæjarstjórn og íbúar verði samstíga við uppbyggingu nýs miðbæjar.

Samkvæmt könnuninni er meirihluti bæjarbúa hlynntur tillögu um opin svæði, garða og stíga í stað stórra einkalóða.

Sama á við um bílhýsi neðanjarðar, styttingu Breiðumýrar og byggingu bensínsjálfsala.

Flestir eru líka á því að tillögurnar komi til móts við óskir og þarfir íbúa um þjónustu og uppbyggingu atvinnulífs. Mjótt var á mununum þegar spurt var um áform um menningar- og náttúrufræðasetur ásamt ráðstefnuhóteli sunnan Suðurnesvegar.

Þar eru álíka margir með og á móti. Möguleiki er að hæð hótelbyggingar hafi haft áhrif á svarendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×