Birgir Leifur á tveimur höggum undir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2007 11:08 Birgir Leifur Hafþórsson stendur í ströngu þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson stendur vel að vígi á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðinni en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag, samtals 70 höggum. Í dag lék hann á gamla vellinum á svæði San Roque-klúbbsins. Hann lék einnig á gamla vellinum fyrsta keppnisdaginn þegar hann lék á einu höggi undir pari. Birgir Leifur hefur leikið samtals á fjórum höggum undir pari (284 högg) og er í kringum 16.-19. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann er einnig öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn og leikur hann því áfram á síðustu tveimur keppnisdögunum. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 11.05 Þegar við mætum til leiks hér á Vísi hefur Birgir Leifur þegar lokið við fyrstu níu holurnar í dag. Honum hefur gengið glimrandi vel, fengið einn fugl og átta pör. Hann hefur engin stór mistök gert eins og sést á skorinu hans. Hann hefur oftast náð að pútta fyrir fugli en aldrei þurft að bjarga parinu fyrir horn. Sem stendur er hann í 16.-25. sæti á mótinu og heldur svo sannarlega sínu striki. 11.16 Enn og aftur var Birgir Leifur óheppinn að ná ekki fuglinum en tryggði þess í stað öruggt par. 11.21 Annar fugl dagsins kominn en það gerðist á elleftu holu sem er par fjórir. Birgir Leifur kom boltanum inn á flöt í tveimur höggum og setti boltann svo niður í fyrsta pútti. 11.27 Eins og svo oft áður í dag var Birgir Leifur nálægt því að pútta fyrir fugli en tryggði í staðinn öruggt par á tólftu holu. En nú ber heimildum Vísis ekki saman. Kylfingur.is sagði að Birgir Leifur fékk par á 10. holu en samkvæmt heimasíðunni europeantour.com fékk hann fugl á þeirri holu. Vonandi fæst rétt skor staðfest innan tíðar. 11.46 Par á fjórtándu og Birgir Leifur heldur sínu striki. Enn hefur ekki fengist rétt skor á tíundu holu staðfest. 12.00 Annað par, í þetta skiptið á par þrjú holu. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en tryggði parið. 12.07 Öruggt par á fimmtándu. Það hefur nú verið staðfest að Birgir Leifur fékk par á tíundu holu, rétt eins og segir á kylfingur.is. Hann er í kringum 13.-20. sæti. 12.23 Þá kom fyrsti skolli dagsins - á sextándu braut sem er par þrjú. Birgir Leifur þurfti tvö högg til að komast inn á flöt og svo tvípútt til að setja niður. 12.47 Birgir Leifur bætir strax fyrir skollann með fugli á sautjándu holu sem er par fimm. Hann fór inn á flöt í þremur höggum og setti niður í fyrsta pútti. 12.56 Birgir Leifur klárar síðustu holuna á öruggu pari. Þrír fuglar í dag og einn skolli, góður hringur hjá Birgi Leifi. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Fjórði keppnisdagur: tveir undir pari 1. braut: Par 4 (366 metri) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (419 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 3 (155 metrar) - 3 högg (par) 4. braut: Par 4 (346 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 5 (480 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (410 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 3 (192 metrar) - 3 högg (par) 8. braut: Par 4 (404 metrar) - 4 högg (par) 9. braut: Par 5 (448 metri) - 5 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 5 (482 metrar) - 5 högg (par) 11. braut: Par 4 (405 metrar) - 3 högg (fugl) 12. braut: Par 4 (370 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 4 (412 metri) - 4 högg (par) 14. braut: Par 3 (170 metrar) - 3 högg (par) 15. braut: Par 4 (327 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 3 (189 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 5 (519 metrar) - 4 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (319 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu: (Par 36) 35 högg (einn undir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Þriðji keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari vallarins) Samtals: fjórir undir pari (16.-19. sæti) Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stendur vel að vígi á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðinni en hann lék á tveimur höggum undir pari í dag, samtals 70 höggum. Í dag lék hann á gamla vellinum á svæði San Roque-klúbbsins. Hann lék einnig á gamla vellinum fyrsta keppnisdaginn þegar hann lék á einu höggi undir pari. Birgir Leifur hefur leikið samtals á fjórum höggum undir pari (284 högg) og er í kringum 16.-19. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann er einnig öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn og leikur hann því áfram á síðustu tveimur keppnisdögunum. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 11.05 Þegar við mætum til leiks hér á Vísi hefur Birgir Leifur þegar lokið við fyrstu níu holurnar í dag. Honum hefur gengið glimrandi vel, fengið einn fugl og átta pör. Hann hefur engin stór mistök gert eins og sést á skorinu hans. Hann hefur oftast náð að pútta fyrir fugli en aldrei þurft að bjarga parinu fyrir horn. Sem stendur er hann í 16.-25. sæti á mótinu og heldur svo sannarlega sínu striki. 11.16 Enn og aftur var Birgir Leifur óheppinn að ná ekki fuglinum en tryggði þess í stað öruggt par. 11.21 Annar fugl dagsins kominn en það gerðist á elleftu holu sem er par fjórir. Birgir Leifur kom boltanum inn á flöt í tveimur höggum og setti boltann svo niður í fyrsta pútti. 11.27 Eins og svo oft áður í dag var Birgir Leifur nálægt því að pútta fyrir fugli en tryggði í staðinn öruggt par á tólftu holu. En nú ber heimildum Vísis ekki saman. Kylfingur.is sagði að Birgir Leifur fékk par á 10. holu en samkvæmt heimasíðunni europeantour.com fékk hann fugl á þeirri holu. Vonandi fæst rétt skor staðfest innan tíðar. 11.46 Par á fjórtándu og Birgir Leifur heldur sínu striki. Enn hefur ekki fengist rétt skor á tíundu holu staðfest. 12.00 Annað par, í þetta skiptið á par þrjú holu. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en tryggði parið. 12.07 Öruggt par á fimmtándu. Það hefur nú verið staðfest að Birgir Leifur fékk par á tíundu holu, rétt eins og segir á kylfingur.is. Hann er í kringum 13.-20. sæti. 12.23 Þá kom fyrsti skolli dagsins - á sextándu braut sem er par þrjú. Birgir Leifur þurfti tvö högg til að komast inn á flöt og svo tvípútt til að setja niður. 12.47 Birgir Leifur bætir strax fyrir skollann með fugli á sautjándu holu sem er par fimm. Hann fór inn á flöt í þremur höggum og setti niður í fyrsta pútti. 12.56 Birgir Leifur klárar síðustu holuna á öruggu pari. Þrír fuglar í dag og einn skolli, góður hringur hjá Birgi Leifi. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Fjórði keppnisdagur: tveir undir pari 1. braut: Par 4 (366 metri) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (419 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 3 (155 metrar) - 3 högg (par) 4. braut: Par 4 (346 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 5 (480 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (410 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 3 (192 metrar) - 3 högg (par) 8. braut: Par 4 (404 metrar) - 4 högg (par) 9. braut: Par 5 (448 metri) - 5 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 35 högg (einn undir pari) 10. braut: Par 5 (482 metrar) - 5 högg (par) 11. braut: Par 4 (405 metrar) - 3 högg (fugl) 12. braut: Par 4 (370 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 4 (412 metri) - 4 högg (par) 14. braut: Par 3 (170 metrar) - 3 högg (par) 15. braut: Par 4 (327 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 3 (189 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 5 (519 metrar) - 4 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (319 metrar) - 4 högg (par) Seinni níu: (Par 36) 35 högg (einn undir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Þriðji keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari vallarins) Samtals: fjórir undir pari (16.-19. sæti) Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira