Haft í hótunum Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin." Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Framlagið hafi verið tvöfaldað vegna prófkjörsbaráttu Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin."
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Framlagið hafi verið tvöfaldað vegna prófkjörsbaráttu Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent