Innlent

Óvíst um lóðina sem Alcan keypti af Hafnarfirði

Óli Tynes skrifar
Álverið í Straumsvík verður ekki stækkað meira.
Álverið í Straumsvík verður ekki stækkað meira.

Stjórnendur Alcan eru ekkert farnir að velta fyrir sér hvað verður um lóðina sem þeir keyptu af Hafnafjarðarbæ, undir sækkum álversins í Straumsvík. Lóðin kostaði 290 milljónir króna.

Miðað við að stækkun álversins var slegin af með atkvæðagreiðslu íbúanna í Hafnarfirði eru litlar líkur á því að Alcan hafi not fyrir lóðina.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan sagði í samtali við vísi.is að þessa dagana væri unnið að því að tryggja rekstur og framtíð álversins.

Ekkert væri farið að huga að lóðamálum. Það biði síns tíma. Alcan hafði einnig ljáð máls á því að taka þátt í tilfærslu vegarins og að grafa raflínur í jörðu. Það er einnig í biðstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×