Körfubolti

Þessi leikur hefur allt til að bera

Keflvíkingar hafa farið einstaklega vel af stað í vetur
Keflvíkingar hafa farið einstaklega vel af stað í vetur Mynd/Víkurfréttir

Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ segir engan verða svikinn af því að mæta á toppslag Keflavíkur og KR í kvöld. "Þarna fá Keflvíkingar tækifæri til að reyna sig á móti Íslandsmeisturunum og það sendir út ákveðin skilaboð ef þeir ná að vinna leikinn. Þeir virðast vera með mjög vel mannað lið og eru til alls líklegir í vetur," sagð Friðrik.

"KR-ingar vilja á sama hátt auðvitað verða fyrsta liðið til að vinna Keflavík í vetur og hætt við að spennan verði rafmögnuð í kvöld. Ég hef líka heyrt að miðjan (stuðningsmannalið KR) ætli að mæta í húsið og það verður því rosaleg stemming á pöllunum því Keflvíkingar eiga auðvitað frábæra stuðningsmenn líka. Þessi leikur hefur allt til að bera til að verða frábær skemmtun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×