Guddy, ég ætla að setja tvö úr aukaspyrnum 7. nóvember 2007 12:33 Eiður og Ronaldinho eru mestu mátar NordicPhotos/GettyImages Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo Spænski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo
Spænski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann