Erlent

Mótmælt í Georgíu

Guðjón Helgason skrifar

Óeirðalögreglumenn notuðu táragas, vatnsþrýstidælur og kylfur til að dreifa mótmælendum í Tíblísi, höfuðborg Georgíu í morgun. Mótmælt var þar í morgun - sjötta daginn í röð. Afsagnar Mikhaíls Saakashvilis, forseta, er krafist vegna ásakan um spillingu og einræðistilburði.

Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla beitir mótmælendur hörðu frá því aðgerðir þeirra hófust á föstudaginn. Þá komu sjötíu þúsund manns saman á götum höfuðborgarinnar.

Stuðningsmenn forsetans segja myrk völd að verki sem vilji steypa Saakashvili að ósekju. Forsetinn nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og margra annarra ríkja í vestri. Hann er sagður hafa þokað landinu í átt að lýðræði og umbylt efnahag þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×