Innlent

Íslenskir barnaníðingar kynntir í Haag

Óli Tynes skrifar
Samsett mynd/Kristinn Gunnarsson

Tveir Íslendingar eru í alþjóðlegum hring barnaníðinga sem sagt verður frá á blaðamannafundi sem Interpol og Eurojust halda á mánudaginn.

Fundurinn verður í Haag í Hollandi. Níðingarnir voru handteknir í yfir 25 löndum síðastliðið sumar.

Björgvin Björgvinsson hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar staðfesti í samtali við Vísi að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í þessu sambandi og hald lagt á tölvur og önnur gögn.

Mál þeirra er nú hjá ríkissaksóknara. Björgvin sagði ennfremur að fulltrúi íslenskra yfirvalda yrði viðstaddur blaðamannafundinn á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×