Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? 1. nóvember 2007 17:22 Calzaghe hefur haldið titli sínum lengur en nokkur annar boxari NordicPhotos/GettyImages Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira