Breiðablik fékk í gær góðan liðsstyrk er Nemanja Sovic samdi við Breiðablik en hann kemur frá Fjölni þar sem hann var á sínu fjórða tímabili.
Hann verður strax gjaldgengur með liðinu og verður því væntanlega með Blikum á morgun þegar liðið mætir Ármanni/Þrótti á morgun.
Sovic er 30 ára gamall Serbi og hefur skorað yfir 20 stig að meðaltali í leik fyrir Fjölni.