Körfubolti

Hörður Axel með fínan leik í sigri Njarðvíkur

Brenton Birmingham skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst fyrir Njarðvík í kvöld
Brenton Birmingham skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst fyrir Njarðvík í kvöld Mynd/Vilhelm

Hörður Axel Vilhjálmsson stimplaði sig rækilega inn í lið Njarðvíkur í kvöld þegar liðið vann þriðja leik sinn í röð í upphafi móts í Iceland Express deildinni. Njarðvík lagði ÍR 83-68 í Ljónagryfjunni og þá héldu Tindastólsmenn upp á 100 ára afmæli félagsins með 102-90 sigri á Skallagrími á Sauðárkróki.

Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik í Njarðvík í kvöld þegar hann skoraði 26 stig fyrir heimamenn á aðeins 21 mínútu og hitti úr 8 af 10 skotum utan af velli. Brenton Birmingham skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst. fyrir Njarðvík, en Ómar Sævarsson var í sérflokki hjá ÍR með 16 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar.

Keflavík og Njarðvík hafa fullt hús stiga (6) á toppnum eftir sigra í þremur fyrstu leikjum sínum, en Grindavík, KR og Tindastóll hafa hlotið 4 stig og eru í 3.-5. sætinu. Snæfell er eina liðið sem ekki hefur unnið leik til þessa í deildinni og kemur það nokkuð á óvart þar sem liðinu var spáð góðu gengi í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×