Eiður fékk loksins tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:57 Leikmenn Villarreal fagna einu marka sinna í dag Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt. Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1. Cazorla skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Villarreal á 2. mínútu. Marcos Senna bætti öðru við úr vítaspyrnu á 14. mínútu en hinn ungi Bojan Krkic minnkaði muninn fyrir Börsunga tíu mínútum síðar. Marcos Senna skoraði öðru sinni úr víti á 35. mínútu og þrátt fyrir að Rijkaard hafi teflt fram afar sókndjörfu liði í seinni hálfleik tókst Börsungum ekki að minnka muninn frekar. Krkic var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona og skoraði sitt fyrsta mark með aðalliðinu. Hann er ekki nema sautján ára gamall. Krkic fékk tækifærið í fjarveru Ronaldinho sam missti af undirbúningi Börsunga fyrir leikinn þar sem hann var að spila með Brasilíu í undankeppni HM 2010 í vikunni. Í seinni hálfleik skipti Rijkaard út bakverðinum Oleguer fyrir annan ungan sóknarmann, Giovani dos Santos. Þetta var á 47. mínútu og Eiður Smári kom svo inn á fyrir Deco á 71. mínútu. Þar með var Barcelona með fimm framherja inn á vellinum því þeir Thierry Henry og Lionel Messi voru á sínum stað í byrjunarliðinu. Bojan var reyndar síðar tekinn af velli og Sylvinho kom inn í hans stað. Sevilla vann 2-0 sigur á Levante en Luis Fabiano skoraði bæði mörk Sevilla á fyrsta stundarfjórðungnum. Sevilla er í fimmtánda sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. Villarreal komst hins vegar í annað sæti deildarinnar með sigrinum á Börsungum og Valencia fylgir fast á hæla liðsins í þriðja sæti. Bæði lið eru með átján stig. Valencia vann 4-2 sigur á Deportivo. Joaquin kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Baraja bætti um betur sex mínútum síðar. Xisco minnkaði muninn á 29. mínútu en Fernando Morientes bætti við þriðja markinu á 38. mínútu. Hann skoraði svo aftur í síðari hálfleik og breytti stöðunni í 4-1. Bodipo skoraði annað mark Deportivo tíu mínútum fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Undir lok leiksins fékk svo Ivan Helguera varnarmaður Villarreal að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni og þar með rautt.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. 17. október 2007 16:15