Innlent

Uppreisn gegn biskupi á kirkjuþingi

Óli Tynes skrifar
Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Hópur presta ætlar að beita sér fyrir því að fella tillögu frá Karli Sigurbjörnssyni  biskupi, á kirkjuþinginu sem hefst í dag. Í viðtali við 24 stundir segir einn þessara presta að þau séu ósátt við þá tillögu biskups að ítreka að þjóðkirkjan standi við skilning sinn á hjónabandi sem sáttmála karls og konu.

Anna Þórunn Tómasdóttir segir; "Við vitum alveg að sú tíð mun koma að við spyrjum okkur hvort ekki sé réttara að hafa ein hjúskaparlög í stað hjúskaparlaga annarsvegar og laga um staðfesta samvist hinsvegar. Og að mínu viti mun það ekki hjálpa okkur þegar þar að kemur að gefa yfislýsingu núna um aað þjóðkirkjan líti um aldur og ævi á hjónabandið sem sáttmála karls og konu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×