Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum 17. október 2007 16:15 Bojan heldur hér á verðlaunagripnum sem Spánverjar fengu í Belgíu í sumar. Nordic Photos / AFP Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram. Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram.
Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira