Körfubolti

Snæfell og KR leika til úrslita

Justin Shouse var besti maður vallarins í kvöld
Justin Shouse var besti maður vallarins í kvöld Mynd/AntonBrink
Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn.

Snæfell byrjaði leikinn betur og hafði yfir 29-20 eftir fyrsta leikhlutann og 44-36 í hálfleik. Þeir grænu hresstust aðeins í þriðja leikhlutanum, byrjuðu hann á 9-0 rispu og útlit fyrir að liðið væri að ná yfirhöndinni. Staðan 57-55 fyrir Snæfell eftir þrjá leikhluta. Hólmararnir voru svo sterkari á endasprettinum og unnu sanngjarnan sigur.

Sóknarleikur liðanna í kvöld var ekki sérlega smurður og segja má að hafi verið haustbragur á leik beggja. Snæfell var án Magna Hafsteinssonar sem verður ekki með liðinu um óákveðinn tíma og þá voru Njarðvíkingar án fyrirliða síns Friðriks Stefánssonar.

Justin Shouse var besti maður vallarins í kvöld og lykilmaður í sigri Snæfells. Hann skoraði 24 stig, hitti úr 9 af 12 skotum sínum, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 17 stig og þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson 13 hvor.

Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham atkvæðamestur með 24 stig og 6 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson skoraði 15 stig og hirti 6 fráköst og Jóhann Ólafsson skoraði 15 stig. Þá skoraði Charleston Long 10 stig og hirti 10 fráköst..

Það verða því KR og Snæfell sem leika til úrslita í keppninni á sunnudaginn og þar má búast við hörkuleik tveggja vel mannaðra liða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×