Innlent

Ekki búist við að aðgerðir flugfreyja raski flugi

Óli Tynes skrifar

Icelandair á ekki von á að boðaðar aðgerðir flugfreyja valdi röskun á flugi félagsins. Á fjölmennum félagsfundi Flugfreyjufélagsins í gær var samþykkt ályktun þar sem uppsagnir voru harmaðar og að farið skyldi að því fordæmi flugmanna að vinna ekki umfram vinnuskyldu.

Sigmundur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttastofuna að þeir byggjust ekki við að þetta ylli röskun á flugi. Þarna hefði verið samþykkt ályktun, en ekki boðaðar beinar aðgerðir. Sigmundur sagði að stjórn félagsins ætti eftir að tala við flugfreyjur og fara með þeim yfir málið.

Stæðu vonir til þess að þar takist að finna farsæla lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×