Manhunt 2 kemur út í Bandaríkjunum 27. ágúst 2007 15:31 Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Fyrri útgáfa leiksins var einungis leyfð fyrir fullorðna af nefnd sem skoðar tölvuleiki í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að það hafi ekkert lagalegt gildi þá leyfa helstu leikjatölvuframleiðendur eins og Microsoft, Sony og Nintendo ekki slíka leiki á vélum sínum. Þannig að 17 ára leyfið fyrir nýju útgáfuna er mikill sigur fyrir Take-Two sem eru framleiðendur leiksins. Ekki hefur verið tekinn afstaða til nýju útgáfunnar í Bretlandi. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Þessir leikir hafa verið mjög umdeildir og upprunalegi leikurinn Manhunt var bannaður börnum yngri en 18 ára þegar hann kom út árið 2003 í Bretlandi. Seinna var honum kennt um morðið á 14 ára dreng. Stefan Pakeerah var stunginn og barinn til bana af hinum 17 ára Warren LeBlanc. Foreldrar Pakeerah vilja meina að morðinginn hafi verið undir áhrifum frá Manhunt. Þá tók fjöldi verslana í Lundúnum tölvuleikinn úr sölu. Tony Blair þáverandi forsætisráðherra blandaði sér í málið og lýsti því yfir að vernda þyrfti börn fyrir svona leikjum. Morðinginn hlaut lífstíðarfangelsi. Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Hinn umdeildi tölvuleikur Manhunt 2 sem bannaður var í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur risið upp frá dauðum í breyttri útgáfu. Nýja útgáfan verður leyfð fyrir 17 ára og eldri notendur og kemur út fyrir hrekkjavöku í Bandaríkjunum. Fyrri útgáfa leiksins var einungis leyfð fyrir fullorðna af nefnd sem skoðar tölvuleiki í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að það hafi ekkert lagalegt gildi þá leyfa helstu leikjatölvuframleiðendur eins og Microsoft, Sony og Nintendo ekki slíka leiki á vélum sínum. Þannig að 17 ára leyfið fyrir nýju útgáfuna er mikill sigur fyrir Take-Two sem eru framleiðendur leiksins. Ekki hefur verið tekinn afstaða til nýju útgáfunnar í Bretlandi. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Þessir leikir hafa verið mjög umdeildir og upprunalegi leikurinn Manhunt var bannaður börnum yngri en 18 ára þegar hann kom út árið 2003 í Bretlandi. Seinna var honum kennt um morðið á 14 ára dreng. Stefan Pakeerah var stunginn og barinn til bana af hinum 17 ára Warren LeBlanc. Foreldrar Pakeerah vilja meina að morðinginn hafi verið undir áhrifum frá Manhunt. Þá tók fjöldi verslana í Lundúnum tölvuleikinn úr sölu. Tony Blair þáverandi forsætisráðherra blandaði sér í málið og lýsti því yfir að vernda þyrfti börn fyrir svona leikjum. Morðinginn hlaut lífstíðarfangelsi.
Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira