Innlent

Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra verður viðstaddur
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra verður viðstaddur MYND/365

Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. Becromal framleiðir rafhúðaðar álþynnur sem notaðar eru í rafþéttaiðnaði og hefur fyrirtækið náð samkomulagi við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar.

Eins hafa samningar náðst á milli Becromal og Akureyrarbæjar um lóð, aðstöðu og fjárfestingarkjör. Becromal er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu með starfsemi á Ítalíu, í Noregi, Sviss og Bandaríkjunum. Samningarnir verða undirritaðir í Listarsafni Akureyrar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×