Tiger með þriggja högga forystu 12. ágúst 2007 13:18 Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö. Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö.
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira