Innlent

Grímseyjarferjan er mesta skrifli

Óli Tynes skrifar
Kristján L. Möller samgönguráðherra.
Kristján L. Möller samgönguráðherra. MYND/Vilhelm

Í skýrslu sem skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun gerði fyrir samgönguráðuneytið áður en nýja Grímseyjarferjan var keypt er sú sögð hið mesta skrifli. Hún sé illa smíðuð og illa við haldið. Blaðið hefur þessa skýrslu undir höndum og segir í niðurlagi hennar að ef kaupverð og endurbætur verði innana við 240 milljónir króna sé hún hugsanlega áhugaverður valkostur, samanborið við kaup á nýju skipi.

Þrátt fyrir þetta var skipið keypt, en Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að hann óttist að heildarkostnaður verði yfir 600 milljónir króna. Það er vel ríflega tvöfaldur sá kostnaður sem nefndur var í skýrslunni. Taka átti ferjuna í gagnið í nóvember á síðasta ári. Hún liggur ennþá í flotkví í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×