Innlent

Alfreð: Langaði að vera með í Noregi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Alfreð Gíslason verður við stjórnvölinn hjá landsliðinu á EM í Noregi.
Alfreð Gíslason verður við stjórnvölinn hjá landsliðinu á EM í Noregi. Mynd/Anton Brink
Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar.

Í samtali við Vísi.is sagði hann að honum þætti mjög vænt um hversu margir tóku þátt í átakinu „Áfram Alfreð" sem Vísir.is stóð fyrir, en það hafi þó ekki haft bein áhrif á ákvörðun sína.

„Þegar í ljós kom hversu erfiðan riðil Ísland dróst í ákvað ég að þetta væri verkefni sem mig langar að taka þátt í," sagði Alfreð. „Það er ólíklegt að ég haldi áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Noregi en ég vil ekki útiloka það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×