Bæjarstjóri vísar því á bug að minnihlutinn hafi ekki fengið að leggja fram bókanir 30. júlí 2007 17:23 Akranes MYND/ÓTT Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti bæjarstjórnar hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn halda því fram að á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn hafi þeim verið meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. Í fréttatilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnarnar á Akranesi segir að bæjarráð Akraness hafi samþykkt eftirfarandi bókun 7. desember 2006. "Bæjarráð heimilar Soffíu (Kalmansvík ehf) að útfæra skipulag á allt að 7 ha. landi við Kalmansvík enda skili hún tillögu um skipulag á svæðinu og framkvæmdaáætlun innan eins árs. Bæjarráð mun ekki úthluta umræddu landi á þeim tíma." Þessi bókun var samþykkt samhljóða í bæjarráði 7. desember 2006 og í bæjarstjórn 12. desember 2006 af öllum bæjarfulltrúum. Í bæjarráði 24. maí var bæjarstjóra og bæjarritara falið að gera drög að samningi við Kalmansvík ehf. Sú samþykkt var svo staðfest í bæjarstjórn 12. júní 2007. "Að framansögðu má ráða að bæjarstjórn Akraness stóð öll að þessu máli og er það upphlaup sem varð 17. júlí með öllu óskiljanlegt," segir í tilkynningu. Ennfremur segir að allt tal minnihlutans í bæjarstjórn, um að hafa ekki fengið að bóka sitt álit á samningnum, sé vísað til föðurhúsanna þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans tóku fjórtán sinnum til máls án þess að taka fram að um bókun gæti verið að ræða og af þeim sökum sleit forseti bæjarstjórnar dagskrá að henni tæmdri. Að lokum segir að öll gögn Akraneskaupstaðar séu aðgengileg fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Akraness. Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti bæjarstjórnar hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn halda því fram að á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn hafi þeim verið meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. Í fréttatilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnarnar á Akranesi segir að bæjarráð Akraness hafi samþykkt eftirfarandi bókun 7. desember 2006. "Bæjarráð heimilar Soffíu (Kalmansvík ehf) að útfæra skipulag á allt að 7 ha. landi við Kalmansvík enda skili hún tillögu um skipulag á svæðinu og framkvæmdaáætlun innan eins árs. Bæjarráð mun ekki úthluta umræddu landi á þeim tíma." Þessi bókun var samþykkt samhljóða í bæjarráði 7. desember 2006 og í bæjarstjórn 12. desember 2006 af öllum bæjarfulltrúum. Í bæjarráði 24. maí var bæjarstjóra og bæjarritara falið að gera drög að samningi við Kalmansvík ehf. Sú samþykkt var svo staðfest í bæjarstjórn 12. júní 2007. "Að framansögðu má ráða að bæjarstjórn Akraness stóð öll að þessu máli og er það upphlaup sem varð 17. júlí með öllu óskiljanlegt," segir í tilkynningu. Ennfremur segir að allt tal minnihlutans í bæjarstjórn, um að hafa ekki fengið að bóka sitt álit á samningnum, sé vísað til föðurhúsanna þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans tóku fjórtán sinnum til máls án þess að taka fram að um bókun gæti verið að ræða og af þeim sökum sleit forseti bæjarstjórnar dagskrá að henni tæmdri. Að lokum segir að öll gögn Akraneskaupstaðar séu aðgengileg fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Akraness.
Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Sjá meira