Innlent

Forsætisráðherra á Íslendingadögum í Kanada

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, eru á leið í opinbera heimsókn til Kanada þar sem þau munu dvelja dagana 28. júlí til 8. ágúst næstkomandi. Þau munu fara til Nova Scotia, Nýfundnalands, Labrador og Manitoba. Forsætisráðherra mun funda með  ráðamönnum, fulltrúum félagasamtaka og fyrirtækja.

Í Manitoba verður forsætisráðherra gestur Gary Doer, forsætisráðherra fylkisins, og heiðursgestur á Íslendingadegi í Gimli. Hann mun einnig taka þátt í  Íslendingadegi í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og flytur ávörp á báðum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×