Innlent

Ellefu starfsmenn Brunavarna á Egilsstöðum segja upp

Ellefu hlutastarfandi starfsmenn á starfsstöð Brunavarna á Egilsstöðum hafa greint frá því að þeir muni hætta störfum frá og með 1. september næstkomandi komi ekki til frekari kjarabóta.

Þorsteinn Steinsson, formaður stjórnar Brunavarna á Austurlandi, hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og fréttaflutnings á því þar sem fram kemur að stjórn Brunavarna á Austurlandi harmi mjög ákvörðun slökkviliðsmannanna. Ákvörðun þeirra er tekin þrátt fyrir tilboð stjórnar um mánaðarlegar eingreiðslur til slökkviliðsmanna vegna einföldunar á útkallskerfi slökkviliðsins. Ákvörðunin er einnig tekin þrátt fyrir að formaður og framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafi mælt með því að slökkviliðsmenn tækju tilboði stjórnar Brunavarna á Austurlandi, segir í tilkynningunni.

Hana má sjá í heild sinni hér að neðan:

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×