Innlent

Aðgerðum Saving Iceland mótmælt

Frá mótmælum samtakanna við álverið í Straumsvík í dag
Frá mótmælum samtakanna við álverið í Straumsvík í dag MYND/365

Undirskriftarsöfnun hefur verið hrundið af stað á netinu þar sem þess er krafist að samtökin Saving Iceland hætti ólöglegum eignarspjöllum, umferðartöfum og skerðingu ferðafrelsis.

Samtökin eru hvött til að beita vísindalegum gögnum, uppbyggilegum samræðum og táknrænum mótmælastöðum í stað eignarspjalla, skrílsláta og mannlegra vegatálma með tilheyrandi umferðartöfum og hættu.

Bjarki Vigfússon, Brynjar Guðnason og Hjalti Björn Valþórsson standa á bak við söfnunina sem hófst um hálf sex leytið í dag. Um hálf ellefu höfðu rétt rúmlega tvö hundruð manns skrifað undir áskorunina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×