Harrington hefði líklega hætt í golfi ef hann hefði ekki unnið Opna breska 24. júlí 2007 15:14 NordicPhotos/GettyImages Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. Þar með vann hann sinn fyrsta risatitil þó að hann hafi gert mikil mistök á síðustu holunni þegar hann sló tvisvar í lækinn, Barry Burn, sem farið var að minna óþægilega mikið á mótið frá árinu 1999 þegar Frakkinn Van de Velde tapaði mótinu svo eftirminnilega. Harrington fór upp í 6. sæti heimslistans eftir hinn frækilega sigur um helgina og jafnaði þar með besta áranguir sinn á listanum. Garcia fór einnig inn á topp 10 listann, er núna kominn í 8. sætið. Harrington fékk sex högg á síðustu holuna og með því átti Spánverjinn Garcia möguleika á því að vinna mótið með því að fá par á síðustu. En Spánverjinn sem var með þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn fékk skolla og tapaði svo með einu höggi í umspili. Harrington er fyrsti Evrópumaðurinn til að vinna risamót síðan Paul Lawrie vann í umspili á Carnoustie fyrir átta árum síðan. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur," sagði Harrington, sem spilaði lokahringinn á 67 höggum og endaði mótið á sjö höggum undir pari. „Ég er búinn að þróast mikið sem kylfingur síðustu ár, en þegar ég varð atvinnumaður þá hefði ég verið ánægður að vera með í mótinu en að vera nefndur einn af þeim líklegu til að vinna mótið og að vinna mótið sannar það að ég er orðinn góður." Fyrir Garcia, sem spilaði síðasta hringinn á 73 höggum, þá verður erfitt að kyngja þessari niðurstöðu. „Satt að segja þá finnst mér ég ekki hafa gert nein mistök. Ég sló ekki eitt lélegt högg í umspilinu og púttaði ótrúlega vel en þau duttu bara ekki. Ég ætti að skrifa bók um það hvernig á að slá ekkert lélegt högg en tapa samt." Kylfingur.is Golf Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. Þar með vann hann sinn fyrsta risatitil þó að hann hafi gert mikil mistök á síðustu holunni þegar hann sló tvisvar í lækinn, Barry Burn, sem farið var að minna óþægilega mikið á mótið frá árinu 1999 þegar Frakkinn Van de Velde tapaði mótinu svo eftirminnilega. Harrington fór upp í 6. sæti heimslistans eftir hinn frækilega sigur um helgina og jafnaði þar með besta áranguir sinn á listanum. Garcia fór einnig inn á topp 10 listann, er núna kominn í 8. sætið. Harrington fékk sex högg á síðustu holuna og með því átti Spánverjinn Garcia möguleika á því að vinna mótið með því að fá par á síðustu. En Spánverjinn sem var með þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn fékk skolla og tapaði svo með einu höggi í umspili. Harrington er fyrsti Evrópumaðurinn til að vinna risamót síðan Paul Lawrie vann í umspili á Carnoustie fyrir átta árum síðan. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur," sagði Harrington, sem spilaði lokahringinn á 67 höggum og endaði mótið á sjö höggum undir pari. „Ég er búinn að þróast mikið sem kylfingur síðustu ár, en þegar ég varð atvinnumaður þá hefði ég verið ánægður að vera með í mótinu en að vera nefndur einn af þeim líklegu til að vinna mótið og að vinna mótið sannar það að ég er orðinn góður." Fyrir Garcia, sem spilaði síðasta hringinn á 73 höggum, þá verður erfitt að kyngja þessari niðurstöðu. „Satt að segja þá finnst mér ég ekki hafa gert nein mistök. Ég sló ekki eitt lélegt högg í umspilinu og púttaði ótrúlega vel en þau duttu bara ekki. Ég ætti að skrifa bók um það hvernig á að slá ekkert lélegt högg en tapa samt." Kylfingur.is
Golf Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira