Innlent

Sautján ára tekinn fyrir fjögur innbrot

Gissur Sigurðsson skrifar

Lögreglan á Akureyri hefur haft hendur í hári unglings á sautjánda ári, sem framið hefur mörg innbrot í bænum að undanförnu og var að koma sér upp glæpaklíku.

Auk fjögurrra innbrota í verslanir, fyrirtæki og íbúðarhús, gerði hann tilraun til innbrota í þrjú önnur fyrirtæki. Hann var einmitt handtekinn við síðustu tilraunina og og voru þá tveir jafnaldrar með honum, piltur og stúlka. Þau eru ekki grunuð um þáttöku í hinum innbrotunum, en höfuðpaurinn hefur að líkindum verið að koma sér upp glæpaklíku með því að fá þau til þáttöku.

Hann var búinn að sanka að sér myndavélum, fartölvum, leikjatölvum, DVD spilurum, tónlistardiskum og talsverðu af skiptimynt og fannst megnið af þýfinu heima hjá honum og vini hans.

Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að pilturinn hafi staðið í þessu til að fjármagna fíkniefnakaup, þetta líkist fremur spennufíkn, eða stelsýki. Málin teljast nú upplýst og fara nú sína leið um kerfið til saksóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×