Innlent

LSS lýsir yfir ánægju með viðbrögð heilbrigðisráðherra

Vernharð Guðnason, formaður LSS
Vernharð Guðnason, formaður LSS MYND/365

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir ánægju með viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við þeim vanda sem hefur verið með mönnun og þjónustustig sjúkraflutninga sums staðar á landsbyggðinni.

"Tryggt hefur verið aukið fjármagn til að tveir menn geti verið á bakvakt í Borgarnesi og hefur nú þegar verið bætt við einum sjúkraflutningamanni á bakvakt þar.

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur LSS gagnrýnt það harðlega um langt skeið að dæmi séu um að aðeins einn sjúkraflutningamaður annist flutning sjúkra og slasaðra. LSS telur það fyrirkomulag algerlega óviðunandi," segir í yfirlýsingunni.

Hana má sjá í heild sinni hér að neðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×