Innlent

Samtök ferðaþjónustunnar fagna vilja til að lækka áfengisverð

Samtök ferðaþjónustunnar fagna þverpólitískum vilja til að lækka áfengisverð. Framkvæmdastjóri samtakanna vonar að ný kynslóð þingmanna og ný ríkisstjórn geti gert í eitthvað í þessu áralanga baráttumáli samtakanna.

Tölfræðistofnun Evrópusambandsins hefur gert kunnar niðurstöður um áfengisverð, og sem fyrr er það hátt á Íslandi eða hundrað tuttugu og sex prósentum hærra en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Í Blaðinu í dag er málið borið undir þónokkra forystumenn flokkanna, og virðist vera þverpólitískur vilji til lækkunar.

Sem dæmi kostar bjórlítrinn á Íslandi rúmlega hundrað og sextíu krónur, um sjötíu krónur í Svíþjóð og í Danaveldi er hann innan við fimmtíukall.

Rætt hefur verið um forvarnir og neyslustýringu í þessu sambandi. Lítum við aftur til Danmörku sýna nýjar tölur að bjórdrykkja hefur minnkað milli ára úr tuttugu og sex í tuttugu og fimm milljónir lítrra. Hver Dani drekkur um 10 lítra af vínanda að meðaltali á ári, samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar.---




Fleiri fréttir

Sjá meira


×