Innlent

SVÞ taka undir með Högum hf

MYND/365

Samtök verslunar og þjónustu taka undir með Högum í deilum sem staðið hafa um matvöruverð að undanförnu. Forstjóri Haga sagði í dag að Alþýðusamband Íslands stundaaði atvinnuróg gegn verslunum Haga og sagði að kallaðir yrðu til dómskvaddir matsmenn til að meta fréttaflutning ASÍ af verðlagi í verslunum. ASÍ hefur birt niðurstöður verðlagskannana úr verslunum Haga undanfarna mánuði og haldið fram að virðisaukaskattsslækkun hafi ekki skilað sér í vöruverði þrátt fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar 1. mars síðastliðinn.

"SVÞ vilja að Hagstofa Íslands annist verðrannsóknir í þágu neytenda og hafa samtökin óskað eftir viðræðum við stofnunina um samstarf þar að lútandi. Jafnframt telja samtökin einsýnt að stjórnvöld endurskoði samninga og ráðstöfun opinberra fjárveitinga til slíkra verkefna

SVÞ árétta það sem komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga um verðþróun matvæla á Íslandi, að matvöruverð hafi haldið niðri verðbólgu á undanförnum árum. Þannig hækkaði matvara aðeins um 2,70% á tímabilinu febrúar árið 2002 til febrúar ársins 2007 á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 21,24%. Kaup á matvöru vega nú um 12,3% af útgjöldum heimila," að því er segir í yfirlýsingu frá SVÞ

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×