Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu 18. júlí 2007 13:24 Alejandra ásamt afa sínum og ömmu vinstra megin á myndinni MYND/bb.is Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira