Innlent

Óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna

Ökumenn sýndu óþolinmæði og tillitsleysi í gær við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar samkvæmt lögreglu, en þar var unnið við malbikun. Á umræddum gatnamótum er nú 30 km hámarkshraði, en engu að síður keyrðu ökumenn ógætilega um svæðið. Skapaðist því mikil hætta fyrir vegfarendur, ekki síst fyrir þá vinnumenn sem voru að vinna við malbikun.

Svo fór að óskað var eftir aðstoð lögreglu við að halda niðri hraðanum. Skemmst er frá því að segja að ökumenn drógu verulega úr hraðanum við komu lögreglu á staðinn. Framkvæmdir halda áfram á þessum gatnamótum næstu vikur og því biður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumenn að sýna þolinmæði þar sem annars staðar í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×