Innlent

Sekt fyrir að klæðast einkennisskyrtu lögreglu opinberlega

Karlmaður á Akureyri var í gær dæmdur til að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera í lögreglubúningi. Maðurinn var í einkennisskyrtu lögreglu á veitingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl í vor. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að hann hafi með því brotið gegn valdstjórninni.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir ranga skýrslugjöf með því að hafa skýrt rangt frá nafni sínu og kennitölu er lögreglan hafði afskipti af honum í skyrtunni. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru þar sem ekkert kom fram í gögnum málsins um að búið hafi verið að greina honum frá réttindum sakbornings. Eins var litið til þess að maðurinn hefur ekki sætt refsingu áður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×