
Fótbolti
Cuper tekur við Betis

Hector Cuper, fyrrum þjálfari Inter og Valencia, var í gær ráðinn þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Real Betis. Cuper er 51 árs gamall Argentínumaður og var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Andalúsíufélagið, sem naumlega náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð.